Ómar Ingi Magnússon reyndist liði sínu Magdeburg heldur betur dýrmætur í 29:29 jafntefli gegn La Rioja í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld.
Ómar skoraði sex mörk í leiknum en þau voru öll á meðal 10 síðustu marka liðsins. Endaði hann sem næst markahæsti maður Magdeburg sem eru í efsta sæti riðilsins með fimm stig eftir þrjá leiki.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði tvö skot þegar lið hans GOG tapaði 27:24 fyrir Nantes í sömu keppni. GOG eru í 2. sæti í sínum riðli með fjögur stig eftir þrjá leiki.