Haukar unnu HK 30:27 í Kórnum í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld.
Ásta Björt Júlíusdóttir var markhæst Hauka í leiknum en hún skoraði 10 mörk. Berta Rut Harðardóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir og Birta Lind Jóhannsdóttir komu næstar með 5 mörk hver.
Hjá heimakonum í HK var Jóhanna Margrét Sigurðardóttir markahæst með 5 mörk. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir og Sara Katrín Gunnarsdóttir komu næstar með 4 mörk hver.
Eftir sigurinn fara Haukar upp í níu stig í 4. sæti deildarinnar og mæta Fram í næsta leik þann 4. desember. HK er áfram í 5. sætinu og eiga Val í næsta leik, sama dag.
Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 5, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Berglind Þorsteinsdóttir 4, Sara Katrín Gunnarsdóttir 4, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 3, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Karen Kristinsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1.
Mörk Hauka: Ásta Björt Júlíusdóttir 10, Berta Rut Harðardóttir 5, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Birta Lind Jóhannsdóttir 5, Sara Odden 4, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1.