Þægilegur sigur FH í Garðabæ

Leonharð Þorgeir Harðarson sækir að marki Stjörnunnar í kvöld.
Leonharð Þorgeir Harðarson sækir að marki Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH sótti flottan 33:26 sigur í Garðabæinn gegn Stjörnunni í Olísdeild karla í handbolta í kvöld.

Birgir Már Birgisson var markahæstur FH með 7 mörk og þeir Ágúst Birgisson og Leonharð Þorgeir Harðarson næstir með 5 mörk hvor.

Hjá Stjörnunni var Leó Snær Pétursson markahæstur með 6 mörk en þeir Sverrir Eyjólfsson, Hafþór Már Vignisson og Dagur Gautason skoruðu 4 mörk hver.

Með sigrinum fer FH upp að hlið Vals í 2.-3. sæti deildarinnar, upp fyrir ÍBV, Aftureldingu og Stjörnuna sem sitja í 4.-6. sætinu.

Næsti leikur FH er heimaleikur gegn Fram þann 21. nóvember og næsti leikur Stjörnunnar er útileikur gegn HK deginum áður.

Mörk Stjörnunnar: Leó Snær Pétursson 6, Sverrir Eyjólfsson 4, Hafþór Már Vignisson 4, Dagur Gautason 4, Starri Friðriksson 3, Björgvin Hólmgeirsson 2, Hjálmtýr Alfreðsson 1, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1.

Mörk FH: Birgir Már Birgisson 7, Ágúst Birgisson 5, Leonharð Þorgeir Harðarson 5, Egill Magnússon 4, Einar Örn Sindrason 3, Ásbjörn Friðriksson 3, Svavar Ingi Sigmundsson 2, Hlynur Jóhannsson 2, Atli Steinn Arnarson 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert