Markahæstur en úr leik

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði tíu mörk.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði tíu mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skövde tapaði 40:39 fyrir Alstermo í 8-liða úrslitum sænska bikarsins í handbolta í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með fjögurra marka sigri Amo svo Skövde eru úr leik.

Þrátt fyrir tapið fór Bjarni Ófeigur Valdimarsson á kostum í liði Skövde. Hann skoraði 10 mörk og var markahæsti leikmaður liðsins. 

Bjarna og félögum í Skövde gekk hins vegar illa að ráða við hinn danska Minik Dahl Hoegh. Hann skoraði 12 mörk í leiknum, þar á meðal markið sem réði úrslitum í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert