Þýska liðið Flensburg sigraði rúmenska liðið Dinamo Búkarest 37:30 í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld. Teitur Örn Einarsson skoraði sjö mörk fyrir Flensburg en þau komu öll í síðari hálfleik.
Staðan í hálfleik var jöfn, 14:14, en í síðari hálfleik setti Flensburg og þá sérstaklega Teitur í næsta gír. Teitur lagði upp þrjú fyrstu mörk sinna manna í seinni hálfleik og litu þeir aldrei um öxl eftir það.
Flensburg er í 6. sæti B-riðils með fimm stig eftir sjö leiki á meðan Dinamo Búkarest eru á botninum með fjögur stig. Kielce, lið Hauks Þrastarsonar og Sigvalda Guðjónssonar er á toppi riðilsins með tíu stig.