Tveir úrvalsdeildarslagir í 32-liða úrslitunum

ÍBV og Fram mætast í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar.
ÍBV og Fram mætast í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dregið var í 32-liða úrslit Coca Cola-bikars karla í handknattleik í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, í morgun. Aðeins verða leiknar þrjár viðureignir í þeim.

Tveir úrvalsdeildarslagir og einn B-deildarslagur munu fara fram í 32-liða úrslitunum.

Viðureignirnar þrjár eru eftirfarandi:

Fram – ÍBV

Stjarnan – Afturelding

Hörður – Fjölnir

32-liða úrslitin verða leikin 12. og 13. desember næstkomandi.

Liðin sem sitja hjá í þeim eru Valur, Haukar, FH, Selfoss ásamt níu síðustu liðunum sem voru dregin upp úr pottinum í morgun.

Það eru Þór Akureyri, HK, ÍR, Víkingur R., ÍBV 2, Grótta, Vængir Júpiters, KA og Kórdrengir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert