Mosfellingurinn skoraði þrjú í tapi

Elvar Ásgeirsson í baráttunni með Nancy
Elvar Ásgeirsson í baráttunni með Nancy Ljósmynd/Nancy

Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk þegar lið hans, Nancy, tapaði 29:27 gegn Saran í frönsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Hinn 27 ára gamli Mosfellingur skoraði mörkin sín þrjú úr sjö skotum en hann misnotaði eitt vítaskot.

Nancy eru á botni deildarinnar með fjögur stig eftir tíu leiki. Saran voru einnig með fjögur stig fyrir leik en eru nú með sex stig í 14. sæti.

Í Meistaradeildinni í handbolta sigraði svo Kielce frá Póllandi, lið Hauks Þrastarsonar og Sigvalda Bjarnar Guðjónssonar, spænska liðið Barcelona 32:30 í toppslag B-riðils. Hvorki Haukur né Sigvaldi komust á blað í leiknum. Kielce eru á toppnum með 12 stig eftir sjö leiki á meðan Barcelona eru í 2. sæti með níu stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert