Sveinn Jóhannsson, leikmaður danska handknattleiksfélagsins SönderjyskE og íslenska landsliðsins, hefur fengið nýjan þjálfara eftir að Jan Pytlick var rekinn í morgun.
Ráðgert var að Pytlick myndi hætta eftir tímabilið og Klavs Bruun Jörgensen tæki við starfinu af honum næsta sumar.
Eftir slæmt gengi að undanförnu ákváðu stjórnarmenn hins vegar að ákveðið að láta Pytlick taka pokann sinn og tekur Jörgensen við stjórnartaumunum þegar í stað.