Hamburg og Lemgo skildu í kvöld jöfn, 28:28, í þýsku 1. deildinni í handbolta.
Eins og oft áður átti Bjarki Már Elísson stórleik fyrir Lemgo en hornamaðurinn skoraði átta mörk og var markahæstur allra á vellinum.
Lemgo er í fimmta sæti deildarinnar með 13 stig, einu stigi meira en Hamburg sem er í sjöunda sæti.