ÍBV áfram í Evrópubikarnum

Harpa Valey Gylfadóttir reynir að koma skoti á mark Panorama …
Harpa Valey Gylfadóttir reynir að koma skoti á mark Panorama í leik liðanna í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV vann öruggan sigur á Panorama í annað skiptið á tveimur dögum í dag er liðið komst áfram í 16-liða úrslit Evrópubikars EHF. Lokastaðan 29:24 í dag en samtals lauk einvíginu 55:44, ÍBV í vil.

Marija Jovanovic var markahæst í liði ÍBV með átta mörk en þær Lina Cardell og Harpa Valey Gylfadóttir skoruðu sex hvor. Harpa var markahæst í einvíginu með 14 mörk.

Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru hefndarhug frá tapi gærdagsins, það var mikil orka í þeim sem skilaði sér inn á gólfið. Þær komust í þrígang þremur mörkum yfir en þegar ÍBV náði tökum á leiknum var leikmyndin allt önnur. Staðan í hálfleik var 15:11 ÍBV í vil og því leiddu þær með 10 mörkum í einvíginu. Illviðráðanlegt fyrir gestina í síðari hálfleik sem geta þó eflaust tekið margt jákvætt úr ferð sinni til Vestmannaeyja.

Eyjakonur héldu áfram að leika vel í síðari hálfleik en gestirnir hófu þann síðari þó ágætlega. Lið ÍBV er töluvert sterkara en það gríska, þrátt fyrir að í lið ÍBV vanti marga lykilleikmenn. Marija Jovanovic átti mjög flottan síðari hálfleik og leiddi lið ÍBV áfram, í það minnsta sóknarlega.

Undir lokin fengu allir leikmenn ÍBV að spila og var gaman að sjá ungar Eyjastelpur spreyta sig í Evrópubikarnum. Eyjakonur geta nú farið að einbeita sér að Olísdeildinni og að klífa töfluna þar.

ÍBV 29:24 Panorama opna loka
60. mín. Soumela Koutsimani (Panorama) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert