Valur vann afar sannfærandi 33:16-sigur á Aftureldingu í Olísdeild kvenna í handbolta í dag.
Valur komst í 7:1 og var Afturelding ekki líkleg til að jafna eftir það, þrátt fyrir að ná að minnka muninn í 8:5.
Valskonur tóku þá aftur við sér og var staðan í hálfleik 18:10 og reyndist seinni hálfleikurinn formsatriði fyrir Val.
Auður Ester Gestsdóttir skoraði sex mörk fyrir Val og þær Thea Imani Sturludóttir, Mariam Eradze og Hildigunnur Einarsdóttur gerðu allar fimm. Katrín Helga Davíðsdóttir skoraði fimm fyrir Aftureldingu og Ólöf Marín Hlynsdóttir fjögur.
Valur er í toppsætinu með 14 stig en Afturelding er á botninum, án stiga.