Evrópumótunum 2026 og 2028 úthlutað

Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir með íslenska landsliðinu
Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir með íslenska landsliðinu mbl.is/Eggert Jóhannesson

Evrópska handknattleikssambandið hefur gefið út hvar Evrópumót bæði karla og kvenna megin árin 2026 og 2028 munu fara fram.

Árið 2026 munu Danmörk, Svíþjóð og Noregur sameiginlega halda Evrópumótið karlamegin en kvennamegin mun mótið fara fram í Rússlandi.

Danmörk, Svíþjóð og Noregur munu svo einnig halda Evrópumótið kvennamegin 2028 en sama ár fer mótið karlamegin fram á Spáni, í Portúgal og í Sviss.

Evrópumótin eru haldin á tveggja ára fresti og verða því mót á næsta ári. Karlamótið fer fram í Slóvakíu og Ungverjalandi en kvennamótið fer fram í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert