KA/Þór úr leik

Unnur Ómarsdóttir átti stórleik fyrir KA/Þór í dag.
Unnur Ómarsdóttir átti stórleik fyrir KA/Þór í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þrátt fyrir 22:21 sigur KA/Þórs gegn Elche í 32-úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta í dag er liðið úr leik. Fyrri leiknum lauk með 22:18 sigri Spánverjanna og fara þær því áfram með samanlagt 43:40 sigri.

Unnur Ómarsdóttir var markahæst norðankvenna með átta mörk. Ásdís Guðmundsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir skoruðu fjögur hvor, Anna Þyrí Halldórsdóttir tvö og þær Aldís Ásta Heimisdóttir, Martha Hermannsdóttir, Sólveig Lára Kristjánsdóttir og Arna Erlingsdóttir eitt mark hver.

KA/Þór verður því ekki með í 16-liða úrslitunum en ÍBV, sem komust áfram gegn gríska liðinu AEP Panorama í gær, verða þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert