Orri markahæstur í stórsigri

Orri Freyr Þorkelsson í leik með Haukum á síðasta tímabili.
Orri Freyr Þorkelsson í leik með Haukum á síðasta tímabili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinstri hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson átti stórleik fyrir Elverum þegar liðið vann öruggan 35:26 sigur á Nærbo í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í dag.

Orri Freyr var markahæstur í leiknum með sjö mörk.

Elverum hefur leikið frábærlega á tímabilinu og er enn með fullt hús stiga, 22, að loknum ellefu umferðum í norsku deildinni, þar sem liðið er sjö stigum á undan næstu liðum í öðru og þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert