Viggó allt í öllu í jafntefli

Viggó Kristjánsson.á æfingu með íslenska landsliðinu í byrjun mánaðarins.
Viggó Kristjánsson.á æfingu með íslenska landsliðinu í byrjun mánaðarins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viggó Kristjánsson átti stórleik í liði Stuttgart þegar liðið gerði 32:32 jafntefli gegn Füchse Berlín í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla í dag.

Viggó var jafnmarkahæstur í liði Stuttgart með sjö mörk og lagði einnig upp sex mörk. Andri Már Rúnarsson skoraði eitt mark fyrir Stuttgart.

Langmarkahæstur í leiknum var hins vegar gamla brýnið Hans Óttar Lindberg Tómasson, danski Íslendingurinn í liði Füchse.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert