Fagnað í Eyjum en Akureyringar úr leik

Karolina Olszowa sækir að vörn Panorama.
Karolina Olszowa sækir að vörn Panorama. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV tryggði sér um helgina sæti í 16-liða úrslitum Evrópubikars EHF í handbolta í kvennaflokki.

Eyjakonur unnu þá gríska liðið Panorama samanlagt 55:44 í tveimur leikjum, en báðir leikirnir voru spilaðir í Vestmannaeyjum.

Eyjakonur voru í góðri stöðu fyrir seinni leikinn í gær og eftir 29:24-sigur var ljóst að ÍBV færi áfram með sannfærandi hætti. Marija Jovanovic skoraði átta mörk fyrir ÍBV í seinni leiknum

Meistararnir úr leik

Íslandsmeistarar KA/Þórs eru úr leik í keppninni eftir samanlagt 40:43-tap gegn spænska liðinu Elche. Báðir leikirnir voru spilaðir ytra. Elche fagnaði 22:18-sigri í fyrri leiknum á laugardag og dugði KA/Þór því ekki 22:21-sigur í seinni leiknum í gær. Unnur Ómarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir voru markahæstar í liði KA/Þórs í fyrri leiknum með fjögur mörk hvor.

Unnur lék aftur vel í seinni leiknum og skoraði þá átta mörk. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert