Tinna Sól Björgvinsdóttir úr HK þarf að draga sig út úr landsliðshópnum í handknattleik vegna meiðsla.
HSÍ greinir frá þessu á vef sínum í dag en í hennar stað kemur hin leikreynda Þórey Rósa Stefánsdóttir úr Fram.
Framundan eru vináttulandsleikir erlendis í fjögurra liða móti í Tékklandi. Þar mun B-landsliðið einnig fá verkefni en fyrr í haust var ákveðið að setja b-liðið á fót til að fjölga landsliðsverkefnum fyrir leikmenn í yngri kantinum.