Norska handknattleikskonan Nora Mörk, sem lengi hefur verið í hópi þeirra bestu í heiminum, flytur frá Noregi til Danmerkur næsta sumar.
Hún hefur leikið með Vipers Kristiansand frá sumrinu 2020 en spilaði áður með CSM Búkarest í Rúmeníu, Györ í Ungverjalandi og lengi með Larvik í Noregi en var kornung í röðum Aalborg DH í Danmörku í stuttan tíma.
Mörk, sem er þrítug, hefur nú samið við danska stórliðið Esbjerg sem hefur lengi verið í fremstu röð í Danmörku og í evrópskum handbolta en liðið fékk silfur í EHF-bikarnum bæði 2014 og 2019 og varð danskur meistari 2016, 2019 og 2020.
Nú þegar leika sex norskar landsliðskonur með Esbjerg.