Elín Klara Þorkelsdóttir átti stórleik fyrir íslenska U18-ára landslið kvenna í handknattleik þegar liðið vann 29:26-sigur gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2023 í Belgrad í Serbíu í dag.
Elín Klara skoraði níu mörk í leiknum og var markahæst í íslenska liðinu en Thelma Björgvinsdóttir Melsteð var næstmarkahæst með sex mörk.
Slóvakar leiddu með þriggja marka mun, 24;21, þegar tíu mínútur voru til leiksloka en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðnu sem skoraði sex mörk í röð og komst 26:24-yfir.
Lilja Ágústsdóttir kom Íslandi tveimur mörkum yfir, 27:25, þegar 50 sekúndur voru til leiksloka og Slóvökum tókst ekki að minnka muninn.
Lilja Ágústsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Ísland og þá átti Ingunn María Brynjarsdóttir góðan leik í marki íslenska liðsins og varði tíu skot.
Ísland er í efsta sæti riðilsins með 4 stig eftir tvo leiki eða fullt hús stiga og mætir Serbíu í úrslitaleik um laust sæt á EM 2023 á fimmtudaginn í Belgrad.