Stúlkurnar komnar á betra hótel í Belgrad

Íslenska U18-ára landsliðið stillir sér upp fyrir myndatöku eftir mikilvægan …
Íslenska U18-ára landsliðið stillir sér upp fyrir myndatöku eftir mikilvægan sigur gegn Slóveníu í gær. Ljósmynd/HSÍ

Stóra músamálið í Belgrad virðist vera leyst en stúlkurnar í íslenska U18 ára landsliðinu í handknattleik eru komnar á betra hótel í serbnesku höfuðborginni.

Rúv skýrði frá því í morgun að mikill músagangur hefði verið á hótelinu þar sem stúlkurnar dvelja þessa dagana en þær taka þátt í umspilsriðli fyrir Evrópumótið í þessum aldursflokki.

Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ segir nú við ruv.is að serbneska handknattleikssambandið hefði leyst málið þegar í stað eftir að kvörtun var borin fram og liðið væri komið á nýtt hótel, það sama og dómarar og eftirlitsmenn frá Evrópska handknattleikssambandinu dvelja á.

Íslensku stúlkurnar unnu Slóveníu 24:21í fyrsta leik sínum á mótinu í gær og þær mæta Slóvakíu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert