Anton og Jónas dæma stórleik

Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson.
Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson. mbl.is/(Eggert Jóhannesson

Anton Pálsson og Jónas Elíasson dæma hjá stórliðum í riðlakeppni Meistaradeildar karla í handknattleik í kvöld. 

Munu þeir félagar annast dómgæsluna í leik Álaborgar og Kiel sem fram fer í Danmörku. Aron Pálmarsson leikur sem kunnugt er með Álaborg og þar er Arnór Atlason aðstoðarþjálfari sem fyrr. Aron lék á árum áður með Kiel. 

Liðin leika í A-riðli keppninnar en þar er Kiel í 2. sæti með 9 stig en Álaborg er aðeins stigi á eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert