Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Kielce þegar liðið vann tveggja marka sigur gegn Barcelona í B-riðli Meistaradeildarinnar í handknattleik í Póllandi í kvöld.
Leiknum lauk með 29:27-sigri Kielce en Haukur Þrastarson komst ekki á blað hjá Kielce í leiknum.
Kielce er með 14 stig í efsta sæti riðilsins en Barcelona kemur þar á eftir með 9 stig.
Þá vann Íslendingalið Aalborgar 35:33-sigur gegn Kiel í A-riðlinum í Danmörku þar sem Aalborg leiddi með einu marki í hálfleik, 17:16.
Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg vegna höfuðmeiðsla en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Þá dæmdu þeir Anton Gylfi Pálsson og Jóna Elíasson leikinn.
Aalborg er með 10 stig í þriðja sætinu en Kiel er í öðru sætinu með 11 stig.
Liðin sem enda í efstu tveimur sætum riðlanna fara beint í átta-liða úrslit keppninnar en liðin í 3.-6. sæti þurfa að fara í umspil.