Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Montpellier þegar liðið vann 39:32-sigur gegn Elverum í A-riðli Meistaradeildarinnar í handknattleik í Frakklandi í kvöld.
Montpellier var með yfirhöndina í leiknum frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu en franska liðið leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 19:16.
Orri Freyr Þorkelsson komst ekki á blað hjá Elverum sem er með 8 stig í fimmta sæti riðilsins.
Montpellier er hins vegar með 13 stig í efsta sæti riðilsins.