Spila í tveggja þjóða deild

Sara Dröfn Richardsdóttir sækir að marki Panorama.
Sara Dröfn Richardsdóttir sækir að marki Panorama. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Andstæðingar ÍBV í sextán liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handknattleik, Sokol Písek frá Tékklandi, leika ekki í deildakeppninni í heimalandi sínu.

Sokol Písek er eitt af fjórtán liðum sem leikur í sameiginlegri úrvalsdeild Tékklands og Slóvakíu, MOL-deildinni svokölluðu. Þar er liðið í sjötta sæti af fjórtán liðum þegar tólf umferðir hafa verið leiknar.

Sokol Písek hefur eins og ÍBV slegið út tvo andstæðinga í Evrópubikarnum í vetur. Fyrst vann liðið ellefu marka sigur á Grude frá Bosníu, 38:27, en liðin léku aðeins einn leik. Síðan mætti Sokol Písek löndum sínum í Slavia Prag í 32ja liða úrslitum og tapaði útileiknum 35:34 en vann heimaleikinn 27:22.

Nánar er fjallað um andstæðinga ÍBV í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert