„Sá gamli“ með bestu markvörsluna

Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gamla brýnið Björgvin Páll Gústavsson passar markið betur en aðrir markmenn til þess á Íslandsmótinu í handknattleik. 

Björgvin Páll er með 13 skot varin að meðaltali í leik með Val í Olís-deildinni á tímabilinu samkvæmt HB Staz sem heldur utan um tölur úr leikjunum. 

Björgvin er með 39,6% markvörslu í fyrstu níu leikjunum. Þjóðverjinn Phil Döhler er einnig mjög öflugur hjá FH og er með 38,4% vörslu. Meðaltal hans er 12,6 skot í leik. 

Darija Zecevic.
Darija Zecevic. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Hjá konunum er Darija Zecevic hjá Stjörnunni með 12,3 skot að meðaltali í leik og 35,5% vörslu eftir átta leiki. 

Marta Wawrzykhowska hjá ÍBV er með 11,4 skot að meðaltali eftir sjö leiki og 37,6% vörslu. 

Marta Wawrzykowska.
Marta Wawrzykowska. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert