Markahæstur í naumum sigri

Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur.
Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur. mbl.is/Unnur Karen

Aix vann nauman 30:29-útisigur á Dunkerque í efstu deild Frakklands í handbolta í kvöld.

Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur í liði Aix með sex mörk. Skoraði hann mörkin sex úr 13 skotum. Aix er í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir 11 leiki.

Elvar Ásgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Nancy sem mátti þola 27:23-tap á heimavelli gegn Istres. Nancy er í botnsæti deildarinnar með aðeins fjögur stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert