Meiddist á baugfingri

Sigtryggur Daði Rúnarsson skaddaði liðbönd á baugfingri um síðustu helgi.
Sigtryggur Daði Rúnarsson skaddaði liðbönd á baugfingri um síðustu helgi. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður handknattsleiksliðs ÍBV, tók ekki þátt í leik liðsins gegn Stjörnunni í úrvalsdeild karla, Olísdeildinni, í fyrrakvöld vegna meiðsla á baugfingri.

Hann meiddist síðastliðinn sunnudag í deildarleik gegn Selfossi og greindi frá því í samtali við Handbolta.is að liðbönd í fingrinum hefðu skaddast og því væri hann í spelku.

Spelkan væri um fingurinn til þess að forðast hnjask og flýta fyrir bata, þó Sigtryggur Daði sagðist ekki viss hvort hann gæti tekið þátt í leik ÍBV gegn Gróttu sem fer fram á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert