Naumt tap Íslands

Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fimm mörk.
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fimm mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

B-landslið Íslands í handbolta í kvennaflokki mátti þola 27:28-tap fyrir U21 árs landsliði Sviss í sínum öðrum leik á æfingamóti í Tékklandi í dag.

Íslenska liðið náði fimm marka forskoti í leiknum en það svissneska hafði að lokum betur eftir spennandi lokamínútur. Ísland leikur gegn Tékklandi á morgun í lokaleik sínum á mótinu en Ísland tapaði fyrir B-liði Noregs í gær.

Díana Dögg Magnúsdóttir og Sara Dögg Hjaltadóttir voru markahæstar í íslenska liðinu með fimm mörk. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Birta Lin Jóhannsdóttir gerðu tvö mörk hvor. Sara Sif Helgadóttir varði 11 skot í íslenska markinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert