Bjarni öflugur í Evrópusigri

Bjarni Ófeigur átti góðan leik.
Bjarni Ófeigur átti góðan leik. Ljósmynd/Skövde

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og samherjar hans í sænska liðinu Skövde tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta með því að vinna 35:29-sigur á Ramat Hasharon frá Ísrael í seinni leik liðanna.

Skövde vann fyrri leikinn í gær 37:28 og einvígið því afar sannfærandi 72:57, en báðir leikirnir fóru fram á heimavelli sænska liðsins.

Bjarni var markahæstur hjá liðinu í dag með fimm mörk. Hann skoraði tvö mörk í leiknum í gær og því alls sjö mörk í einvíginu. Skövde hefur unnið níu leiki í röð í öllum keppnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert