Haukar spila í Rúmeníu í dag

Haukar eru komnir til Focsani í Rúmeníu.
Haukar eru komnir til Focsani í Rúmeníu. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Haukar eru komnir til rúmensku borgarinnar Focsani þar sem þeir mæta heimaliðinu í 32ja liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik í dag. Þetta er fyrri viðureign liðanna sem mætast aftur á Ásvöllum um næstu helgi.

Bæði lið fóru auðveldlega í gegnum síðustu umferð. Haukar unnu Strovolou í tveimur leikjum á Kýpur með ellefu og tólf marka mun, þar sem Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði mest, alls 15 mörk, og Focsani vann Kärjang frá Lúxemborg með átta og sjö marka mun. Haukar mæta til leiks sem topplið úrvalsdeildar en þeir hafa með Evrópuleikjunum unnið níu leiki og aðeins tapað einum af fyrstu tólf leikjum tímabilsins.

Focsani er í sjötta sæti rúmensku þjóðardeildarinnar með sjö sigra og eitt jafntefli í tólf leikjum. Liðið hefur til þessa ekki blandað sér í baráttu um stóru titlana í landinu. Fjórir erlendir leikmenn, serbneska skyttan Filip Marjanovic sem skoraði 13 mörk í leikjunum við Kärjang en hinir koma frá Rússlandi, Bosníu og Norður-Makedóníu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert