Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola naumt 25:27-tap fyrir Tékklandi í þriðja og síðasta leik sínum á æfingamóti þar í landi í dag. Staðan í hálfleik var 15:12, Tékklandi í vil.
Leikurinn var sá síðasti hjá Tékklandi fyrir þátttöku liðsins á HM á Spáni sem hefst eftir helgi.
Íslenska liðið tapaði fyrir Noregi í fyrsta leik, vann Sviss í gær og tapaði fyrir Tékklandi í dag. Uppskeran því einn sigur og tvö töp.
Sandra Erlingsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk, þar af fjögur úr víti, og þær Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir gerðu fjögur mörk hvor. Hafdís Renötudóttir varði níu skot.
Mörk Íslands: Sandra Erlingsdóttir 6/4, Andrea Jacobsen 4, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Ragnheiður Júlíusdóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1 og Harpa Valey Gylfadóttir 1.