Rautt spjald fyrir að opna dyr

Aron Rafn Eðvarðsson fékk skrautlegt rautt spjald í dag.
Aron Rafn Eðvarðsson fékk skrautlegt rautt spjald í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður handboltaliðs Hauka, fékk rautt spjald í hálfleik er liðið mætti Foscani í Evrópubikarnum í Rúmeníu í dag.

Handbolti.is greinir frá því í kvöld að Aron hafi fengið brottreksturinn fyrir að opna dyr inn í íþróttasalinn á harkalegan máta. Fékk hann að launum rautt spjald frá bosnískum dómurum leiksins.

Haukar máttu þola 26:28-tap en síðari leikurinn fer fram á Ásvöllum um næstu helgi. Aron lék vel í fyrri hálfleiknum en tók ekkert þátt í þeim seinni vegna rauða spjaldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert