Sex íslensk mörk í toppslagnum

Hákon Daði Styrmisson var öflugur fyrir Gummersbach.
Hákon Daði Styrmisson var öflugur fyrir Gummersbach. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gummersbach hafði betur gegn Nordhorn, 28:22, á útivelli í toppslag í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld.

Gummersbach var með tveggja marka forystu í hálfleik, 15:13, og keyrði yfir heimamenn í seinni hálfleiknum.

Hákon Daði Styrmisson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach og sveitungi hans úr Vestmannaeyjum Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið.

Gummersbach er í toppsæti deildarinnar með 22 stig, þremur stigum á undan Eintracht Hagen. Nordhorn er í þriðja sæti með 18 stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert