Brasilía lagði Króatíu að velli í uppgjöri tveggja sterkustu liðanna í G-riðli heimsmeistaramóts kvenna í handbolta á Spáni í kvöld, 30:25.
Þessi lið eru í riðli með Japan og Paragvæ sem mætast í kvöld og berjast væntanlega um þriðja sæti riðilsins, en þrjú lið komast áfram í milliriðlana.
Aðrir leikir sem lokið er í dag voru ekki spennandi. Þýskaland sigraði Tékkland 31:21, Austurríki vann Kína 38:27 og Suður-Kórea vann Kongó 37:23.
Í kvöld eru tveir leikir í viðbót þegar Danmörk mætir Túnis og Ungverjaland leikur við Slóvakíu.