Stjarnan vann afar góðan 27:20-heimasigur á Íslandsmeisturum KA/Þórs í Olísdeild kvenna í handbolta í dag.
Stjarnan komst snemma í 7:3 og síðan 12:5, en fimm mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 15:10. Stjarnan var með undirtökin allan seinni hálfleikinn og fagnaði sterkum sigri.
Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna og Elísabet Gunnarsdóttir sjö. Tinna Húnbjörg Einarsdóttir varði 18 skot í markinu. Unnur Ómarsdóttir skoraði sex fyrir KA/Þór og Aldís Ásta Heimisdóttir fjögur.
Stjarnan er í sjötta sæti með sex stig og KA/Þór í þriðja sæti með ellefu stig, en liðið hefur nú tapað tveimur leikjum.