Þýska liðið Flensburg vann góðan sigur á ungverska stórliðinu Veszprém 30:27 í Meistaradeild karla í handknattleik í dag.
Liðin leika í B-riðli keppninnar og skoraði Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson fjögur mörk fyrir Flensburg í leiknum.
Flensburg hefur sótt í sig veðrið og er nú í 5. sæti í riðlinum með 9 stig eftir tíu leiki. Veszprém er í 2. sæti með 12 stig tveimur stigum á eftir Íslendingaliðinu Kielce. Sex lið fara áfram í útsláttarkeppnina.