Íslendingaliðið slær vart feilnótu

Leikmenn Hannover Burgdorf réðu lítið við Gísla Þorgeir Kristjánsson í …
Leikmenn Hannover Burgdorf réðu lítið við Gísla Þorgeir Kristjánsson í kvöld. AFP

Magdeburg hélt uppteknum hætti í þýsku bundesligunni í handknattleik í kvöld og sótti tvö stig til Hannover og er Magdeburg því enn með fullt hús stiga eftir fjórtán leiki. 

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 6 mörk og gaf 3 stoðsendingar fyrir Magdeburg sem sigraði Hannover Burgdorf 31:27. Ómar Ingi Magnússon skoraði 5 mörk og gaf eina stoðsendingu fyrir toppliðið sem er með sex stiga forskot á Kiel. 

Viggó Kristjánsson var atkvæðamikill hjá Stuttgart og skoraði 7 mörk en liðið tapaði fyrir Lübbecke á útivelli 27:23. Viggó gaf einnig fjórar stoðsnedingar en Andri Már Rúnarsson skoraði ekki að þessu sinni. 

Viggó Kristjánsson skoraði 7 mörk.
Viggó Kristjánsson skoraði 7 mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnór Þór Gunnarsson fráfarandi landsliðsfyrirliði skoraði  3 mörk fyrir Bergischer sem tapaði fyrir Minden á útivelli 25:21. 

Melsungen vann öruggan útisigur á Balingen 34:25. Alexander Petersson skoraði 2 mörk fyrir Balingen og gaf eina stoðsendingu. Elvar Örn Jónsson skoraði 1 mark og gaf tvær stoðsendingar en Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki. Oddur Gretarsson er meiddur hjá Balingen en Daníel Þór Ingason lék í vörninni og átti eina stoðsendingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert