Danmörk og Spánn eru komin í átta liða úrslit EM kvenna í handbolta eftir sigra í kvöld. Bæði lið hafa unnið alla fimm leiki sína á mótinu, en Spánverjar eru gestgjafar.
Danmörk vann afar sannfærandi 29:14-sigur á Tékklandi en danska liðið hefur unnið alla leiki sína til þessa af öryggi. Staðan í hálfleik var 12:9 og danska liðið keyrði yfir það tékkneska í seinni hálfleik.
Emma Friis var markahæst í jöfnu liði Dana með fjögur mörk. Fjórir leikmenn skoruðu þrjú. Sára Kovárová skoraði fjögur fyrir Tékkland.
Spánn var einnig með 12:9-forskot í hálfleik gegn Króatíu og var króatíska liðið ekki líklegt til að jafna í seinni hálfleik en lokatölur urðu 27:23
Alexandrina Barbosa var markahæst hjá spænska liðinu með sex mörk. Valentina Blazevic gerði sjö fyrir Króatíu.
Danmörk og Þýskaland mætast í úrslitaleik um toppsæti milliriðils 3 á sunnudag og Spánn og Brasilía bítast um toppsæti milliriðils 4 sama dag.