Japan upp í þriðja sæti

Mika Nagata í færi.
Mika Nagata í færi. Ljósmynd/IHF

Japan er komið upp í þriðja sæti milliriðils 4 á HM kvenna í handbolta á Spáni eftir 32:30-sigur á Austurríki í kvöld. Austurríki var með 19:15 forskot í hálfleik en Japan var sterkari aðilinn í seinni hálfleik og skoraði 9 af síðustu 13 mörkunum.

Maharu Kondo var markhæst í japanska liðinu með sjö mörk. Ines Ivancok skoraði átta fyrir Austurríki. Japan er með fjögur stig í þriðja sæti en Austurríki er án stiga á botni riðilsins.

Í þriðja riðli hafði Ungverjaland betur gegn Kongó, 30:22. Ungverjaland er í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig en Kongó stigalaust á botninum. Szimonetta Planéta skoraði átta mörk fyrir Ungverjaland. Betchaidelle Ngombele gerði sjö fyrir Kongó.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert