KA sterkari en HK á lokakaflanum

Einar Rafn Eiðsson stekkur í gegn í kvöld.
Einar Rafn Eiðsson stekkur í gegn í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA vann í kvöld 33:30-sigur á HK á heimavelli í Olísdeild karla í handbolta. Með sigrinum fór KA upp fyrir Fram og upp í áttunda sæti. HK er enn á botninum með eitt stig. 

HK-ingar voru sterkari framan af leik og náðu þriggja marka forskoti um miðbik fyrri hálfleiks, 12:9. KA-menn hrukku hinsvegar í gang í lok hálfleiksins og voru með eins marks forskot í leikhléi, 19:18.

KA-menn náðu tveggja marka forskoti í fyrsta skipti þegar 20 mínútur voru eftir, 23:21, og þriggja marka forystu þegar tíu mínútur voru eftir, 28:25. HK skoraði næstu tvö mörk og minnkaði muninn í 28:27, en nær komust gestirnir ekki. 

Ólafur Gústafsson og Einar Rafn Eiðsson gerðu sjö mörk hvor fyrir KA og Óðinn Þór Ríkarðsson skoraði sex. Kristján Ottó Hjálmsson skoraði fimm fyrir HK og þeir Hjörtur Ingi Halldórsson, Einar Pétur Pétursson og Kristján Pétur Barðason gerðu fjögur hver.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert