Stjarnan skellti nýliðunum

Stjarnan hafði betur gegn Aftureldingu í kvöld.
Stjarnan hafði betur gegn Aftureldingu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjarnan átti ekki í teljandi vandræðum með að sigra nýliða Aftureldingar í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld en lokatölur í Garðabænum urðu 37:22.

Stjörnukonur voru með undirtökin allan leikinn og var staðan í hálfleik 17:11. Stjarnan, sem hefur unnið tvo leiki í röð eftir þrjú töp í röð þar á undan, er í fimmta sæti með átta stig. Afturelding er hinsvegar á botninum, án stiga.

Anna Karen Hansdóttir skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og þær Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir gerðu sex hvor. Sylvía Björt Blöndal skoraði sjö fyrir Aftureldingu og Ólöf Marín Hlynsdóttir fimm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert