Aalborg hafði betur á heimavelli gegn Fredericia í efstu deild danska handboltans í dag, 32:30.
Aron Pálmarsson lék vel með Aalborg og skoraði sex mörk úr átta skotum og lagði auk þess upp fjögur mörk til viðbótar. Var hann næstmarkahæsti maður síns liðs og átti flestar stoðsendingar.
Aalborg er í öðru sæti deildarinnar með 23 stig, fjórum stigum á eftir GOG. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg.