Fram á toppnum yfir hátíðarinar

Þórey Rósa Stefánsdóttir stekkur í gegn í dag.
Þórey Rósa Stefánsdóttir stekkur í gegn í dag. Mbl.is/Óttar Geirsson

Fram vann öruggan 33:20-útisigur á HK í Olísdeild kvenna í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var 13:9 en Framarar stungu af í seinni hálfleik.

Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan 5:5 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Þá kom fínn kafli hjá Fram, sem var fjórum mörkum yfir í hálfleik. Var HK ekki líklegt til að jafna í seinni hálfleik.

Fram er í toppsæti deildarinnar með 17 stig, einu stigi á eftir Val sem á leik til góða. HK er í sjötta sæti með sjö stig. Næsti leikur Vals er 8. janúar og verður Fram því í toppsætinu um hátíðarnar. 

Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 8, Berlind Þorsteinsdóttir 3, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 3, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1.

Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 5, Margrét Ýr Björnsdóttir 2.

Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 6, Perla Ruth Albertsdóttir 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Ragnheiður Júlíusdóttir 5, Stella Sigurðardóttir 2, Svala Júlía Gunnarsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Tinna Valgerður Gísladóttir 1.

Varin Skot: Hafdís Renötudóttir 12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert