Haukar skelltu meisturunum

Sara Odden átti afar góðan leik fyrir Hauka.
Sara Odden átti afar góðan leik fyrir Hauka. mbl.is/Óttar Geirsson

Haukar unnu sterkan 34:27-sigur á Íslandsmeisturum KA/Þórs í Olísdeild kvenna í handbolta á Ásvöllum í dag.

Haukar lögðu grunninn að sigrinum með glæsilegum fyrri hálfleik en hálfleikstölur voru 17:9, Haukum í vil, og voru meistararnir ekki líklegir til að jafna eftir það.

Haukar eru áfram í fjórða sætinu, nú með ellefu stig eins og KA/Þór sem er í þriðja sæti.

Mörk Hauka: Sara Odden 8, Elín Klara Þorkelsdóttir 7, Berta Rut Harðardóttir 5, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 3, Gunnhildur Pétursdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Berglind Benediktsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Karen Helga Díönudóttir 1.

Varin skot: Annika Petersen 17.

Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 8, Aldís Ásta Heimisdóttir 5, Unnur Ómarsdóttir 5, Rakel Sara Elvarsdóttir 4, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 1.

Varin skot: Sunna Guðrún Pétursdóttir 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert