Rússland er í góðri stöðu í milliriðli 1 á HM kvenna í handbolta eftir 31:25-sigur á Svartfjallalandi í dag. Staðan í hálfleik var 18:10
Olga Fomina og Antonina Skorobogatchenko skoruðu sex mörk hvor fyrir Rússland en þær Tatjana Brnovic og Jovanka Radicevic hjá Svartfjallalandi voru markahæstar á vellinum með sjö mörk hvor.
Rússland er í toppsæti riðilsins með sjö stig, einu stigi á undan Frakklandi og þremur á undan Serbíu sem eiga leik til góða.
Þá vann Rúmenía sannfærandi 43:20-sigur á Púertó Ríkó í milliriðli 2. Rúmenía er í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig en Púertó Ríkó í botnsætinu án stiga.