Tvö mörk fyrir skot af löngu færi?

Hvernig væri að gefa tvö mörk fyrir að skora af …
Hvernig væri að gefa tvö mörk fyrir að skora af eigin vallarhelmingi? mbl.is/Óttar Geirsson

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort breyta ætti reglum í handknattleiknum til að opna fyrir þann möguleika að hægt væri að fá tvö mörk fyrir að skora af löngu færi. Hvort sniðugt væri að búa til línu eins og þriggja stiga línuna í körfuknattleiknum.

Þriggja stiga línan breytti körfuknattleiknum mjög og til batnaðar að flestra áliti. Möguleikinn á að vinna upp forskot þarf að vera fyrir hendi til að viðhalda spennu hjá áhorfendum.

Ég hef farið fram og til baka í huganum um hvort þetta væri sniðugt í handboltanum. Afstaðan hefur sveiflast til eftir því hvernig liggur á manni.

Dr. Hassan Moustafa, sem ávallt virðist ná endurkjöri sem forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins, hefur ekki óskað eftir því að ég skoði reglubreytingar í handboltanum. En ég geri það nú samt.

Bakvörður Kristjáns er í heild sinni í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert