Jöfnuðu metin á lokasekúndunum

Bjarni Ófeigur skoraði fimm mörk fyrir Skövde.
Bjarni Ófeigur skoraði fimm mörk fyrir Skövde. Ljósmynd/Skövde

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm mörk fyrir Skövde þegar liðið gerði svekkjand jafntefli gegn Lugi í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik á heimavelli í kvöld.

Leiknum lauk með 30:30-jafntefli en Bjarni Ófeigur var næstmarkahæstur í liði Skövde.

Jack Thurin kom Skövde yfir, 30:29, þegar 35 sekúndur voru eftir af leiknum en Theo Übelacker jafnaði metin fyrir Lugi þegar fimm sekúndur voru til leiksloka.

Skövde er með 19 stig í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum minna en topplið Sävehof.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert