Hákon Daði Styrmisson, Elliði Snær Viðarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson létu allir vel að sér kveða þegar lið þeirra Gummersbach gjörsigraði Nordhorn í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik karla í kvöld.
Hákon Daði var markahæstur allra með sjö mörk og þeir Elliði Snær og Óðinn þór skoruðu þrjú mörk hvor.
Um var að ræða fyrsta leik Óðins Þórs fyrir liðið eftir að hann kom á láni frá KA á dögunum.
Gummersbach vann að lokum afskaplega öruggan 38:26 sigur og er þar með búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.
Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið sem kunnugt er.