Fimm konur horfnar á HM

Shaghayegh Bapiri er leikjahæsti leikmaður í sögu íranska kvennalandsliðsins.
Shaghayegh Bapiri er leikjahæsti leikmaður í sögu íranska kvennalandsliðsins. Ljósmynd/IHF

Shaghayegh Bapiri, leikmaður kvennaliðs Írans í handknattleik, er horfin úr leikmannahóp liðsins sem nú tekur þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni.

Bapiri, sem er þrítug, er leikjahæsti leikmaður í sögu íranska landsliðsins en hún á að baki 285 landsleiki fyrir Íran.

Hún er jafnframt fimmti leikmaðurinn á mótinu sem hverfur sporlaust en fjórir leikmenn kamerúnska landsliðsins létu sig hverfa af liðshóteli Kamerún í síðustu viku.

„Við létum lögreglu vita um leið og fengum fréttir af því að Bapiri væri horfin, líkt og við gerðum í síðustu viku,“ sagði Jaume Fort, talsmaður Alþjóðahandknattleikssambandsins í samtali við TV2 í Danmörku.

Spænska blaðið El Pais segir að leikmenn kamerúnska landsliðsins hafi látið sig hverfa í von um að finna sér betra líf á Spáni en óvíst er hvort Bapiri hafi látið sig hverfa í sama tilgangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert