Fimm mörk í naumu tapi

Kristján Örn Kristjánsson heldur áfram að standa sig vel í …
Kristján Örn Kristjánsson heldur áfram að standa sig vel í Frakklandi. AFP

Kristján Örn Kristjánsson var næstmarkahæstur í liði Aix þegar liðið tapaði á heimavelli gegn Toulouse í efstu deild Frakklands í handknattleik í kvöld.

Leiknum lauk með 31:29-sigri Toulouse en Kristján Örn skoraði fimm mörk úr níu skotum í leiknum.

Aix er með 19 stig í þriðja sæti deildarinnar en Toulouse er með 15 stig í því fimmta. París SG er í efsta sætinu með 26 stig en Nantes kemur þar á eftir með 21 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert